Safnahúsið á einni hendi

Nú er nýlokið auka aðalfundi Héraðsskjalasafns Austfirðinga, þar sem fulltrúar aðildarsveitarfélaga samþykktu samhljóða að Fljótsdalshérað kaupi hlut Héraðsskjalasafnsins í Safnahúsinu frá og með síðustu áramótum.

Samningur þar um var undirritaður á fundinum, sem og langtíma leigusamningur þar sem Fljótsdalshérað leigir Héraðsskjalasafninu aðstöðu í Safnahúsinu.

Með þessum samningi er allt viðhald hússins komið á eina hendi og skuldbindur Fljótsdalshérað sig til að leggja fram 30 milljónir á árunum 2014 og 2015 til að bregðast við bráðri þörf í þeim efnum.

Á fundinum var undirrituð samþykkt um þennan gjörning og sem sjá má hér.