Sænautasel: Samstarfssamningur undirritaður

Á Sænautaselsdaginn, laugardaginn 16. júlí, notuðu Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs, tækifærið og heimsóttu Sænautarsel og undirrituðu, ásamt staðarhaldara Lilju Ólafsdóttur, nýjan þriggja ára samning um rekstur heiðabýlisins Sænautarsels á milli Fljótsdalshéraðs og Sænautasels ehf.