Reykjavík lagði Fljótsdalshérað

Reykjavík náði Útsvarsbikarnum þetta árið. Keppnin var bráðskemmtileg og spennandi allan tíman. Úrslitin réðust á síðustu spurningunni, þegar Reykvíkingar þurftu að ná í fimmtán stig til að tapa ekki.
Lið Reykjavíkur gaf rétt svar og sigraði með 70 stigum en Fljótsdalshérað var með 66 stig.

Á myndinni sem Sigrún Blöndal tók eftir keppnina í Sjónvarpssal í kvöld, eru keppendur Fljótsdalshéraðs,  Björg,  Þorsteinn og Eyjólfur - og takk fyrir frábæra frammistöðu í Útsvari þetta árið.