Liðið Einn + níu úr Grunnskóla Reyðarfjarðar sigraði í tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanemenda, FIRST LEGO League (FLL), sem fram fór í Háskólabíói nýlega. Liðið tryggði sér um leið þátttökurétt á heimsmeistaramóti FIRST LEGO League í St. Louis í Bandaríkjunum í vor.
Metfjöldi liða tók þátt í keppninni að þessu sinni, eða 18 lið. Í hverju liði voru á bilinu 6-10 manns á aldrinum 9-16 ára og þátttakendur því samtals hátt í 200. Þeir hafa undirbúið sig að kappi fyrir keppnina allt frá því að þátttökugögn voru send út í október síðastliðnum.
Keppninni er skipt í nokkra hluta þar sem reynir á margs konar hæfileika enda markmið keppninnar að efla færni í vísindum, verkfræði og tækni, örva nýsköpun og byggja upp hæfileika eins og sjálfstraust og samskipta- og forystuhæfni. Keppninni er valið ákveðið þema ár hvert og að þessu sinni var þemað Skóli framtíðarinnar. Þegar stigin í keppninni höfðu verið tekin saman reyndist liðið Einn + níu sigurvegari, en það er skipað níu stúlkum og einum dreng úr Grunnskóla Reyðarfjarðar.
Aðrar viðurkenningar hlutu:
Besta dagbókin: Gemsarnir úr Grunnskóla Hornafjarðar
Besta lausn í hönnun og forritun vélmennis: LegóFásk úr Gunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Vélmennakapphlaup: Lið Breiðholtsskóla
Besta rannsóknaverkefnið: Nafnlausar úr Brúarásskóla á Fljótsdalshéraði
Allir þátttakendur í keppninni fengu enn fremur FLL-medalíu í viðurkenningarskyni.
Þetta var í níunda sinn sem FIRST LEGO League tækni- og hönnunarkeppnin var haldin. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina og meginbakhjarl er Nýherji.
Stytt frétt af vef Háskóla Íslands nánar um keppnina hér, þar má einnig sjá fleiri myndir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.