Fljótsdalshérað auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur fjögurra stjörnu tjaldsvæðis á Egilsstöðum næstu fjögur ár, með möguleika á framlengingu. Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess.
Tilboðsfrestur er til kl. 12.00, 10. febrúar 2012.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, Egilsstöðum, kl. 13.00 þann 14. febrúar 2012 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Þeir sem áhuga hafa á að gera tilboð í leigu tjaldsvæðisins og aðstöðu geta nálgast útboðsgögn á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, eftir kl. 12.00 þann 25. janúar 2012.
Veittur er fyrirspurnarfrestur til kl. 12.00 þann 7. febrúar 2012. Öllum fyrirspurnum verður svarað skriflega til þeirra sem tekið hafa gögn.
Tilboð skulu send til: Fljótsdalshérað, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir merkt Tjaldsvæði. Einnig má senda tilboð á netfangið odinn@egilsstadir.is
Nánari upplýsingar gefur Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnumála-, íþrótta- og menningarfulltrúi, á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 4 700 700 eða netfang odinn@egilsstadir.is Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum.
Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs liggur fyrir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.