Rekstur tjaldsvæðisins við Kaupvang boðinn út

Fljótsdalshérað auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur fjögurra stjörnu tjaldsvæðis á Egilsstöðum næstu fjögur ár, með möguleika á framlengingu. Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess.

Tilboðsfrestur er til kl. 12.00, 10. febrúar 2012.

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, Egilsstöðum, kl. 13.00 þann 14. febrúar 2012 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Þeir sem áhuga hafa á að gera tilboð í leigu tjaldsvæðisins og aðstöðu geta nálgast útboðsgögn á skrifstofu Fljótsdalshéraðs að Lyngási 12, eftir kl. 12.00 þann 25. janúar 2012.

Veittur er fyrirspurnarfrestur til kl. 12.00 þann 7. febrúar 2012. Öllum fyrirspurnum verður svarað skriflega til þeirra sem tekið hafa gögn.

Tilboð skulu send til: Fljótsdalshérað, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir – merkt Tjaldsvæði. Einnig má senda tilboð á netfangið odinn@egilsstadir.is

Nánari upplýsingar gefur Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnumála-, íþrótta- og menningarfulltrúi, á skrifstofu sveitarfélagsins, í síma 4 700 700 eða netfang odinn@egilsstadir.is Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum.

Öllum tilboðum verður svarað skriflega eftir að ákvörðun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs liggur fyrir.