Auglýst er eftir aðila til að annast afgreiðslu og rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum frá í síðasta lagi 15. apríl 30. september 2014. Á tímabilinu 10. júní 31. ágúst skal tjaldsvæðið vera opið með þjónustu milli kl. 7.00 23.00. Í þessu felst m.a. sala á svæðið og upplýsingagjöf til tjaldsvæðisgesta, dagleg umhirða á bað- og salernisaðstöðu og almenn dagleg umhirða á tjaldstæðinu sjálfu. Fljótsdalshérað mun hins vegar sjá um slátt á svæðinu. Rekstraraðili mun hafa til umráða móttöku- og afgreiðslurými, geymslurými, starfsmannarými auk snyrti- og þvottaaðstöðu.
Áhugasamir skili sínum útfærslum og hugmyndum fyrir lok dags 14. mars 2014. Umsóknir skulu sendar Fljótsdalshéraði, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eða á netfangið odinn@egilsstadir.is. Gert er ráð fyrir að umsækjendur verði boðaðir til viðræðna eftir að umsóknarfresti lýkur. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um við hvern verður samið eða jafnvel að öllum framkomnum hugmyndum verði hafnað.
Nánari upplýsingar veitir atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi í síma 4700 700 eða netfangið odinn@egilsstadir.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.