Reglur um afslátt af fasteignaskatti samþykktar

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, þann 16. desember síðast liðinn, voru samþykktar reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2010. Nýjar viðmiðurnartölur verða sem hér segir:
 
Hámarksafsláttur verði 47.000 kr.

Lágmarksviðmiðun einstaklings verði 1.945.000 kr
Hámarksviðmiðun einstaklings verði  2.553.000 kr
Lágmarksviðmiðun hjóna verði   2.736.000 kr
Hámarksviðmiðun hjóna verði 3.466.000 kr

Reglurnar má sjá í heild sinni á heimasíðu sveitarfélagsins undir Stjórnsýsla > Samþykktir og reglur, eða hér. Rétt er að benda viðkomandi á að sækja þarf um þennan afslátt til sveitarfélagsins og senda með umsókninni afrit af skattframtali vegan tekjuársins 2009.