- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ekki hefur áður verið starfsmaður deildarinnar á Egilsstöðum, en utan þess að sinna skrifstofustörfum fyrir hana, þá er hugmyndin með starfinu að fólk geti leitað til Rauða krossins með hin ýmsu mál. Til dæmis geta innflyjendur fengið aðstoð við að fóta sig hér í kerfinu, hjálp við að fylla út eyðiblöð, þýðingarhjálp eða bara kíkt við og æft sig í íslensku. Þá eru líka mörg verkefni hjá Rauða krossinum sem stefna að því að koma í veg fyrir félagslega einangrun og eru þau ætluð bæði Íslendingum og innflytjendum, til dæmis heimsóknarvinir, handavinnuverkefnið föt sem framlag" og heimanámsaðstoð fyrir grunnskólabörn. Velkomið er að hafa samband við skrifstofuna hafi menn áhuga á að taka þátt í starfinu. Rauði krossinn hefur einnig milligöngu um neyðarúthlutun á fatnaði bæði fyrir börn og fullorðna, þurfi fólk á því að halda.
Fastur opnunartími skrifstofunnar er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10-14, en velkomið er að hafa samband virka daga kl. 8-14. Síminn er 863 3616, netfang johannamaria@redcross.is