Ratleikur í Selskógi

Búið er að setja upp ratleik í Selskógi sem hentar vel fyrir alla sem vilja gera sér glaðan dag og eiga skemmtilega útiveru í skóginum.

Í leiknum eru níu stöðvar og á hverri þeirra er vísbending og einn bókstafur. Vísbendingin leiðir menn að næstu stöð. Bókstafina má skrifa á launablað sem hægt er fá í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum eða í Egilsstaðastofu.

Þegar leikurinn er búinn og öllum bókstöfunum hefur verið safnað saman þá þarf að raða þeim þannig að þeir myndi orð. Lausnablaðinu má síðan skila inn til Egilsstaðastofu. Dregið verður úr innsendum lausnum í lok sumars.