Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs undirbýr nú næstu ráðstefnu sína sem fjalla mun um hreina íslenska orku, en hún verður haldin 24. mars og fer fram á Hóte Héraði á Egilsstöðum. Meðal frummælenda eru fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð, Metan, Orkusetrinu, Landsvirkjun, Sorpu og fleirum.
Í máli framsögumanna á ráðstefnunni um vetrarferðamennsku og vetraríþróttir kom fram að miklir möguleikar eru á uppbyggingu vetraríþrótta og vetrarferðamennsku á Austurlandi. Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri á Seyðisfirði talaði um svæðið í Stafdal og útskýrði þá uppbyggingu sem þar er í gangi með nýrri lyftu. Miklir möguleikar eru í Stafdal og á Fjarðarheiði til uppbyggingar vetrarferðamennsku og vetraríþrótta.
Guðmundur Karl Jónsson framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og Hlíðarfjalls á Akureyri, sagði frá framkvæmdum þar og uppbyggingu vetraríþrótta og vetrarferðamennsku á Akureyri og víða í heiminum.
Viðar Garðarsson formaður Íshokkísambands Íslands talaði um skautaíþróttina og þá miklu uppbyggingu og möguleika sem þar hefur verið á síðustu árum. Hann sýndi m.a. myndir frá fyrsta íshokkíleik Íslands, sem fram fór á Pollinum á Akureyri.
Þá ræddi Ásta Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands um alla þá ónýttu möguleika sem eru í vetrarfeðramennsku.
Gönguskíðamenn sögðu frá starfsemi sinni og verið er að stofna fyrirtækið AUSTURFÖR um viðburðarferðamennsku, auk þess sem ný starfsemi fjallabíla er að fara af stað. Mikil gróska er því í þessari starfsemi.
Margt gott hefur verið gert á liðnum árum, en margt er enn ógert og miklir möguleikar fyrir framtakssamt fólk. Mikill hugur var í ráðstefnugestum og var m.a rætt um mikilvægi náins samstarfs milli skíðasvæðanna á Austurlandi, í Stafdal og Oddskarði.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.