Ráðstefna um hreina orku

Fimmtudaginn 24. mars verður haldin ráðstefnan Hrein íslensk orka - möguleikar og tækifæri. Ráðstefnan fer fram á Hótel Héraði og hefst kl. 10.00. Hún er haldin af Atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs og Þróunarfélagi Austurlands.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

10:00 Ráðstefnan sett - Gunnar Þór Sigurbjörnsson formaður atvinnumálanefndar
10:15 Framtíðarorka Íslands - Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar
10:45 Orkumarkaðurinn á Íslandi - Sigurður Friðleifsson Orkusetri
11:15 METAN - markaðsyfirlit og möguleikar - Einar Vilhjálmsson markaðsstjóri METAN
11:45 Reynsla Sorpu af framleiðslu METAN - Bjarni Hjarðar yfirverkfræðingur SORPU
12:15 Framleiðsla á Héraði - Jón Guðmundsson Landbúnaðarháskóla Íslands
12:30 Matarhlé
13:00 Framleiðsla á Héraði - Borgþór Jónsson í Hvammi
13:15 HEF - framtíð og möguleikar á Héraði - Guðmundur Davíðsson hitaveitustjóri
13:45 Vindorka á Héraði - Eyjólfur Jóhannsson
14:15 Hugsanleg verkefni Landsvirkjunar á Austurlandi - Hákon Aðalsteinsson verkefnastjóri Vistrannsókna LV
14:30 Smávirkjanir Björgvin í Mannvit - Orri Hrafnkelsson
14:45 Kaffi
15:00 Pallborðsumræður og samantekt - Björn Ingimarsson bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
16:00 Ráðstefnuslit - Gunnar Þór Sigurbjörnsson

Aðgangur er ókeypis og boðið er upp á léttar veitingar.