- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fljótsdalshérað auglýsti stöðurnar í desember. Það voru 11 umsækjendur um framkvæmdastjóra Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs og 13 umsækjendur um forstöðumann Vegahússins.
Starfssvið framkvæmdastjóra Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs er meðal annars að sjá um dagskrágerð menningarmiðstöðvarinnar, skipulagningu og markaðssetningu hennar. Þá sér framkvæmdastjóri um áætlana og skýrslugerð og tekur á móti styrkumsóknum. Um er að ræða hálft stöðugildi. Ingunn Anna Þráinsdóttir er fædd og uppalin á Egilsstöðum. Hún er grafískur hönnuður að mennt með sérhæfingu í samskiptahönnun, með B.Des gráðu frá NSCAD University í Halifax í Kanada. Hún hefur undanfarin ár unnið sem grafískur hönnuður hjá Héraðsprent á Egilsstöðum en einnig hefur hún tekið þátt í listsýningum. Ingunn býr á Egilsstöðum ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum.
Halldór Benediktsson Warén er einnig fæddur og uppalinn á Egilsstöðum. Hann er rafeindavirki að mennt. Halldór er starfandi tónlistarmaður en önnur störf sem hann hefur tekið sér fyrir hendur eru meðal annars rekstrastjóri hjá Malarvinnslunni, tæknimaður hjá RÚV og ýmis frumkvöðlastarfsemi. Halldór og sambýliskona hans búa á Egilsstöðum og á hann þrjú börn. Forstöðumaður Vegahússins sér um daglegan rekstur þess en það er staðsett í Sláturhúsinu menningarsetri. Hann kemur til með að sjá um skipulagningu dagskrár og viðburða. Þá er markaðssetning í hans höndum, sem og áætlana og skýrslugerð.