- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ríkisstjórnin heldur fund á Egilsstöðum í dag. Þetta er fyrsti fundur ríkisstjórnarinnar á Austurlandi, en áður hefur hún haldið fundi utan höfuðborgarinnar, á Ísafirði, Akureyri og í Reykjanesbæ.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýta ferðalagið í fleiri fundi og hitta bæði sveitarstjórnarfólk og almenning.
Í tengslum við fundinn verður haldinn stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi (AST) í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, Búðareyri 1, frá klukkan 13 til 18. Í kjölfar hans verður haldið málþing. Þær stofnanir sem sameinast eru Þekkingarnet, Þróunarfélag, Markaðsstofa og Menningaráð Austurlands auk þess sem starfsemi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi rennur inn í sameinaða stofnun.
Dagskrá heimsóknar ríkisstjórnarinnar má sjá á vef stjórnarráðsins.
Mynd: Skarphéðinn Þórisson