PMT foreldranámskeið á Egilsstöðum

 

Námskeiðið er fyrir foreldra sem vilja stuðla að jákvæðri hegðun barna sinna og draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða átta vikna hópnámskeið þar sem 10 til 12 foreldrar fá ráðgjöf frá PMT ráðgjafa einu sinni í viku og vinna verkefni heima á milli tíma.

Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 5 til 12 ára.

Námskeiðið hefst 21. janúar og stendur til 11. mars. Kennt verður í Hlymsdölum á þriðjudögum frá klukkan 19.30 til 22.00.

Skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 20. janúar.

Nánari upplýsingar og skráning í síma 4 700 700 og á netfanginu hlin@egilsstadir.is.

Eins og allir vita er samvinna foreldra mikilvæg og því er lögð áhersla á að báðir foreldrar mæti. Verð á námskeiðið er 5000 krónur fyrir fjölskyldu.