Námskeiðið er fyrir foreldra sem vilja stuðla að jákvæðri hegðun barna sinna og draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða átta vikna hópnámskeið þar sem 10 til 12 foreldrar fá ráðgjöf frá PMT ráðgjafa einu sinni í viku og vinna verkefni heima á milli tíma.
Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra barna á aldrinum 5 til 12 ára.
Námskeiðið hefst 21. janúar og stendur til 11. mars. Kennt verður í Hlymsdölum á þriðjudögum frá klukkan 19.30 til 22.00.
Skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 20. janúar.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 4 700 700 og á netfanginu hlin@egilsstadir.is.
Eins og allir vita er samvinna foreldra mikilvæg og því er lögð áhersla á að báðir foreldrar mæti. Verð á námskeiðið er 5000 krónur fyrir fjölskyldu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.