Perlur Fljótsdalshéraðs

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs í samvinnu við íþrótta- og frístundanefnd Fljótsdalshéraðs hefur valið 18 perlur Fljótsdalshéraðs.  Perlurnar eru gönguleiðir, tvær í hverjum hinna gömlu hreppa. Önnur er létt og ætluð fyrir alla fjölskylduna en hin er lengri og oft erfiðari.

Hjá hverri perlu verður staukur með stimpli, gestabók og upplýsingum um viðkomandi stað.
Fólk getur keypt sér stimpilkort í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og í gönguferðum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.  Þegar fólk er búið að safna 9 stimplum, er kortunum skilað og fær þá viðkomandi viðurkenningu sem "Göngugarpur Fljótsdalshéraðs", göngukort af svæðinu og lendir jafnframt í potti sem dregið verður úr á Ormsteiti ár hvert.

Með Perlum Fljótsdalshéraðs vill sveitarfélagið ásamt ferðafélaginu hvetja fólk til þess að hreyfa sig meira og ganga þar með á eigin orkuforða og auðvitað einnig að njóta samvistar við fjölskylduna í  einstökum náttúruperlum Fljótsdalshéraðs.

Þessa dagana er verið að koma staukunum fyrir og er fólk beðið að kynna sér vel hvort búið sé að koma stimpli fyrir áður en lagt er af stað. Einnig er vakin athygli á því að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir gönguferðum m.a. “Perlum” á föstudagskvöldum og sunnudagsmorgnum. 

Upplýsingar eru á heimasíðunni www.fljotsdalsherad.is/ferdafelag  eða í síma 863 5813