Hugmyndin kviknaði haustið 2009 í áfanga við Listaháskóla Íslands sem kallast Stefnumót hönnuða og bænda þar sem vöruhönnunarnemar og bændur unnu saman í hópum að nýsköpun og verðmætaaukningu íslensks landbúnaðar.
Hugmyndin að veitingastaðnum byggir á hugmyndafræði Eymundar Magnússonar bónda að Vallanesi en hann sérhæfir sig í framleiðslu lífrænna matjurta sem seldar eru undir vörumerkinu Móðir Jörð. Eymundur leggur metnað sinn í að fræða almenning um mikilvægi heilbrigðrar fæðu og áhrif hennar á líkama okkar ásamt því að stuðla að sjálfbærni og náttúruvernd. Staðbundin framleiðsla og vistvænt hráefni verða aðalsmerki veitingastaðarins. Staðurinn sjálfur er byggður úr timbri úr Hallormsstaðarskógi (10 km frá Vallanesi) og réttirnir búnir til úr íslensku hráefni, mestmegnis frá Vallanesi. Kappkostað var að nota eins nærtækan efnivið og völ var á og margar vettvangsferðir farnar í leit að möguleikum á hráefni og vinnslu. Staðurinn er sampakkanlegur og getur því ferðast milli landshorna eftir því hvernig vindar blása.
Verkefnið var unnið af þeim Auði Ösp Guðmundsdóttur, vöruhönnun LHÍ, Robert Petersen, Furniture Design, Götenburg University, Katharina Lötzsch, vöruhönnun LHÍ, Emblu Vigfúsdóttur, vöruhönnun LHÍ. En leiðbeinandi var Brynhildur Pálsdóttir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.