Óveruleg breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028

Stóravík – Verslun og þjónusta

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 07.06.2017 breytingu á aðalskipulagi. Auglýsingin er í samræmi við 2 mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að gerð er breyting á landnotkun á landi Stóruvíkur. Frístundabyggð (F35) verður breytt í verslun og þjónstu(V35). Tillagan að breyttu aðalskipulagi felst í því að breyta landnotkun svæðisins úr landbúnaðarsvæði í verslunar- og þjónustusvæði.
Rökstuðningur fyrir óverulegri breytingu, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010:

Breyting á landnotkun á staðnum sjálfum er engin. Það eina sem er líklegt til að breytast er þjóðerni þeirra sem nýta gistiaðstöðu í Stóruvík því áður voru bústaðirnir þar í eigu fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar og flesta starfsmenn búsetta á höfuðborgarsvæðinu og þeir leigðir starfsfólki. Eftir breytingu á eignarhaldi má búast við að verulegur hluti notenda verði erlendir ferðamenn. Breytingin hefur engin áhrif á heildarframboð gistirýmis í sveitarfélaginu, né heldur dreifingu þess. Áhrif á ferðaþjónustu almennt eru því engin önnur en þau að höfðað er til annars hóps ferðafólks en áður.

Breytingin hefur verið send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs.


Skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs