- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar var haldinn þann 6. janúar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:30 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Metfjöldi var við athöfnina og í göngunni enda ágætis veður. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar, setti athöfnina með ræðu um starf Hattar 2011 og Karlakórinn Drífandi söng nýárslög. Einnig var Héraðs- og Borgafjarðardeild Rauða Kross Íslands afhentur styrkur sem safnaðist við leik á milli meistaraflokka félagsins í knattspyrnu og körfubolta. En leikurinn fór fram 28. desember og safnaðist yfir 200.000 krónur. Verðlaunaafhending íþróttamanna ársins var kynnt en það var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sigurðarsyni sem sáu um afhendinguna. Eftir afhendingu var síðan glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um.
Íþróttamaður Hattar árið 2011 var Óttar Steinn Magnússon. Óttar hefur verið lykilmaður sem miðvörður Mfl Hattar síðustu ár og var fyrirliði síðasta ár þegar liðið vann sig upp í 1-deild. Hann er með eina bestu æfingarsóknina og góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og sýnir að með reglubundnu líferni og góðri ástundun er hægt að ná langt sem íþróttamaður. Hann hefur unnið gott starf utan vallar sem innan.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir fyrir valinu í árið.Íþróttafélagið Höttur vill koma á framfæri þökkum til Brúnás Innréttinga, Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Landsbankans fyrir stuðning vegna þrettándagleðinnar 2011,
Myndin er frá afhendingunni en staðgenglar tóku við viðurkenningunum fyrir hönd Jóhönnu og Óttars.