Óskað eftir tilboðum í 2. áfanga Kaupvangsins

Auglýst hefur verið eftir tilboðum í endurbyggingu 2. áfanga á Kaupvangi. Verkið felst í jarðvinnu vegna gatnagerðar í nyrsta hluta Kaupvangs í miðbæ Egilsstaða ásamt endurnýjun á fráveitulögnum, vatnslögnum, hitaveitulögnum, símalögnum, rafstrengjum og ljósastaurum.

Svæðið sem um ræðir er Kaupvangur frá Fagradalsbraut og inn fyrir mjólkurstöð.

Helstu magntölur eru:
• Uppúrtekt 5000 m
• Burðarlag 5000 m
• Holræsalagnir 720 m
• Vatnslagnir 940 m
• Hitaveitulagnir 830 m
• Gagnaveiturör 1400 m
• Símarör 2200 m og símastrengir 1700 m
• Rafmagnsstrengir 2000 m

Útboðsgögn er hægt að fá afhent á skrifstofu Fljótsdalshéraðs við Einhleyping í Fellabæ.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 26. mars 2008 kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Það eru Fljótsdalshérað, Hitaveita Egilsstaða og Fella, Rarik og Míla sem óska eftir tilboðum í verkið.