Tréskúlptúrinn Örninn, sem stolið var af stalli sínum við Fagradalsbraut á Egilsstöðum í byrjun síðustu viku, er kominn í leitirnar.
Eftirgrennslan lögreglu leiddi til þess að erninum var „skilað“ nokkrum dögum síðar. Hann fannst þá við þjóðveg 1, við hringtorg á Kirkjubæjarklaustri. Hann er nú í vörslu lögreglunnar á Suðurlandi og bíður heimferðar.
Skemmdir urðu á stöplinum sem Örninn sat á en verkið sjálft er talið óskemmt.
Lögreglan telur um „bernskubrek“ fullorðinna hafi verið að ræða en verkið er um 70 cm á hæð og um 50 kg að þyngd.
Það var gert af Grétari Reynissyni en er í eigu Fljótsdalshéraðs. Málið er enn í rannsókn.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.