Ormsteitisundirbúningur á fullu

Hefð er fyrir því að hverfin sem eru í fararbroddi í karnevalgöngunni grilli við Sláturhúsið og í ár eru það  fjólubláa hverfið og grænu/rauðu sveitirnar eru í fararbroddi.  Kolagrill verður heitt á staðnum frá kl 16:00 á laugardag. 

Þeir sem vilja taka þátt í karnivalhluta göngunnar eru beðnir um að mæta niður í Sláturhús kl 20.00 á morgun miðvikudaginn 13. ágúst.

En fyrir þann tíma eða klukkan 17.00 hittast allir sem vilja í áhaldahúsinu. Þar verður málað og búnar til skreytingar fyrir miðbæinn. Eitthvað verður lagt til af efni en fólk er hvatt til að koma með afgangs málningu, liti, sprey, pensla og öll þau efni og áhöld sem hugmyndaríkum dettur í hug að nota.

Allar hugmyndir eru vel þegnar og hægt er að senda í  hugmyndabanka á fésbókasíðu Ormsteitis eða beint á póstinn ormsteiti@ormsteiti.is.
Ormsteitisbæklingur ætti að vera komin í öll hús á Héraði en einnig má skoða hann hér  og svo er auðvitað síðan ormsteiti.is