Hefð er fyrir því að hverfin sem eru í fararbroddi í karnevalgöngunni grilli við Sláturhúsið og í ár eru það fjólubláa hverfið og grænu/rauðu sveitirnar eru í fararbroddi. Kolagrill verður heitt á staðnum frá kl 16:00 á laugardag.
Þeir sem vilja taka þátt í karnivalhluta göngunnar eru beðnir um að mæta niður í Sláturhús kl 20.00 á morgun miðvikudaginn 13. ágúst.
En fyrir þann tíma eða klukkan 17.00 hittast allir sem vilja í áhaldahúsinu. Þar verður málað og búnar til skreytingar fyrir miðbæinn. Eitthvað verður lagt til af efni en fólk er hvatt til að koma með afgangs málningu, liti, sprey, pensla og öll þau efni og áhöld sem hugmyndaríkum dettur í hug að nota.
Allar hugmyndir eru vel þegnar og hægt er að senda í hugmyndabanka á fésbókasíðu Ormsteitis eða beint á póstinn ormsteiti@ormsteiti.is.
Ormsteitisbæklingur ætti að vera komin í öll hús á Héraði en einnig má skoða hann hér og svo er auðvitað síðan ormsteiti.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.