Ormsteitislok og Ormurinn er til á mynd

Það var helst til tíðinda á Ormsteiti í gær að tilkynnt var að Sannleiksnefndin um Lagarfljótsorminn hefði komist að þeirri niðurstöðu að Hjörtur E. Kjerúlf hefði í febrúar 2012 náð myndskeiði af Lagarfljótsorminum. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Hreindýraveislunni í gærkvöld. Nánari frétt um þetta má sjá hér á vef Austurfréttar.  Rúnar Snær Reynisson fréttamaður RÚV var á staðnum og tók myndband af athöfninni. 

Í dag er síðasti dagur Ormsteitis, Fljótsdalsdagurinn. Þá er meðal annars boðið upp á gönguferðir, hina árlegu Þristarleiki, ratleik, fjárdrátt, steinatök, rabbabaraspjótkat, tónleika með hljómsveitinni VALDIMAR, guðsþjónustu í klausturrústunum og ekki síst að hádegis- og kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi og hádegisverðatilboði í Laugavelli. Einnig verður vígð kláfferja kláfferju yfir Jökulsá í Fljótsdal.

Dagskrá dagsins: 

09:45 Gönguferð frá Laugarfelli að fossinum Faxa í Jökulsá. Frítt í laugarnar fyrir göngufólk og hádegisverðartilboð. Mæting við vegamótin hjá Bessastöðum kl. 9:00 fyrir þá sem vilja sameinast í bíla 10:00 Sunnudagsganga Ferðafélags Fljótsdalshéraðs
Gengið verður í fylgd Vernharðs Vilhjálmssonar um Hvannárgil nálægt Möðrudal. Mæting kl 10:00 við Landstólpa á Egilsstöðum (Gamla tjaldstæðið). Allir velkomnir. Verð kr. 500 + þátttaka í eldsneyti. 11:00 Ratleikur Vatnajökulsþjóðgarðs
Mæting við Snæfellsstofu
12:00 Hádegishlaðborð hjá Klausturkaffi og hádegisverðartilboð í Laugarfelli
13:00 Barnastund við Snæfellsstofu
á heila tímanum frá kl. 13-16
13:30 Tónleikar við Gunnarshús. Hljómsveitin VALDIMAR

Árlegir Þristarleikar
Keppni í fjárdrætti, steinatökum, rabbabaraspjótkasti og pokahlaupi.
Lengsti rabbabaraleggurinn mældur (frá rót að blaði)
Kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi
16:30 Guðsþjónusta á minjasvæði
18:00 Vígsla kláfferju yfir Jökulsá í Fljótsdal milli Glúmsstaðasels og Kleifar. Mæting við Glúmsstaðasel.
Heitt í kolunum og hægt að grilla og eiga góða kvöldstund í Norðurdalnum eftir vígsluna
Ormsteiti slitið