Á fundi bæjarráðs 11. ágúst síðastliðinn var meðal annars fjallað um bæjarhátíðina Ormsteiti.
Þar var kynnt boðsbréf til nýbúa vegna nýbúadagsins á Ormsteiti, en að venju verður nýbúum boðið til móttöku við Gistihúsið á Egilsstöðum og verður móttakan þann 16. ágúst kl. 10:00.
Einnig kemur fram í fundargerð bæjarráðs að samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar mun sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn koma saman til fundar á dögum Ormsteitis og að fundi loknum skila frá sér niðurstöðu málsins.
Í lok bókunar sinnar hvetur bæjarráð bæjarfulltrúa og aðra íbúa sveitarfélagsins til að sækja viðburði Ormsteitis eftir því sem þeir eiga kost á.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.