Ormsteiti nálgast óðfluga

Ormsteiti, bæjar- og uppskeruhátíð Héraðsbúa, verður haldið dagana 9. til 19. ágúst. Þetta er í 20. sinn sem hátíðin verður haldin og því freistað að hafa hana með veglegra móti – og skorað er á íbúa að slá ekki slöku við í skreytingakeppninni. Þar verður eins og undanfarin ár keppt um best skreytta hverfið, best skreyttu götuna og best skreytta húsið.


Ormsteitisforkólfurinn Gurrý biður þá sem ætla að vera með í dagskrá að láta hana vita hið fyrsta því dagskráin þarf að vera tilbúin í prentun á mánudaginn kemur. Netfangið hennar er gurry@ormsteiti.is og símarnúmerið 843-8878.