Ormsteiti lokið – nú er það tiltektin

Tuttugasta Ormsteitinu er lokið og tókst það vel. Að vanda tóku margir virkan þátt í að skreyta hús sín, garða og hverfin í heild og setja þær skreytingar skemmtilegan svip á sveitarfélagið meðan á hátíðinni stendur.

En nú er teitið búið og nauðsynlegt að taka niður skreytingarnar áður en þær fara að fjúka út í veður og vind.

Bæjarbúar því eru hvattir til að taka til og safna saman sínu skrauti áður en það fer af stað og verður að rusli.