Ormsteiti hinu megin við hornið

Ormsteiti, hin árlega uppskeruhátíð á Héraði nálgast óðum. Hún fer fram dagana 15. til 24. ágúst. Veislunni verður reyndar þjófstartað með hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn  sem fer fram laugardaginn 9. ágúst en hið eiginlega Ormsteiti hefst föstudaginn 15. ágúst á formlegum skreytingardegi. Íbúar eru hvattir til að hittast í áhaldahúsinu miðvikudaginn 13. ágúst klukkan 17 til að búa til skreytingar.

Mikið verður viðhaft því einnig er haldið upp á 40 ára afmæli Hattar á hátíðinni á laugardag þá verður m.a. nýbúahátíð, hverfagrill, skrúðganga og hverfahátíð, en Möðrudalsgleðin er líka á laugardeginum. Á sunnudag má svo fara á Ormahátíð í Vallanesi. Héraðsmarkaðinn og fegurðarsamkeppni gæludýra verður á mánudegi. Á þriðjudag heldur Hási kisi bókamessu í Bókakaffinu í Fellabæ. Miðvikudaginn þann 20 má nefna Bændamarkað og miðnætursund fjölskyldunnar. Hreindýraveislan verður á laugardeginum og Ormsteiti lýkur á sunnudag með Fljótsdalsdegi. Þetta eru einungis örfáir viðburðir en dagskrána alla má sjá á bæklingi hér á vefnum

Nýr framkvæmdastjóri Ormsteitis er Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Ormsteiti er að sjálfsögðu á Facebook.