Ormsteiti hefst í Möðrudal

Ormsteiti hefst um helgina í Möðrudal, laugardaginn 13. ágúst þar treður Valgeir Guðjónsson upp á 100 gesta tónleikum (forsala í dag, föstudag, í Samkaup frá klukkan 16 til 18), málaramaraþon þar sem 103 myndir verða málaðar af Herðubreið í anda Stórvals og margt fleira skemmtilegt.

Í framhaldinu verður dagskrá um allt Hérað alla vikuna. Dagskrána má sjá á http://www.facebook.com/ormsteiti og www.ormsteiti.is. Ormsteiti lýkur sunnudaginn 21. ágúst með Fljótsdalsdeginum. Þar verða m.a. tónleikar með Eberg og Pétur Ben.

Ormsteiti er bæjar- og uppskeruhátíð sem haldin er á Egilsstöðum og vítt og breitt um Héraðið á ágústdögum. Í boði er fjölbreytt skemmtun fyrir unga sem aldna, hverfahátíð, karnival, sönglagakeppni, bændadagar, fegurðarsamkeppni gæludýra og margt fleira spennandi.