Ormsteiti hefst í dag

Ormsteiti hefst í dag, föstudaginn 14. ágúst með því að íbúar sveitarfélagsins koma saman í hinum ýmsu hverfum út um bæ og sveit og grilla, yfirleitt um kl. 17 eða 17.30.  Síðan eru farnar skrúðgöngur úr hverfum Egilsstaða og Fellabæjar sem mætast við Vilhjálmsvöll klukkan 20.00 þar sem fram fer setningarhátíð. Búast má við karnival- og hátíðarstemningu á svæðinu en þar munu hverfi sveitarfélagsins etja kappi saman um farandbikar.

Klukkan 22.30 fram að miðnætti verður fjölskyldudansleikur í Bragganum við Sláturhúsið, menningarsetur, á Egilsstöðum en hljómsveitin Næturvaktin spilar og heldur fjörinu uppi. Þar fer einnig fram verðlaunaafhending hverfaleikanna.

Í Valaskjálf verður svo fram á nóttina haldinn FM stórdansleikur með hljómsveitinni Zúúber Grúbban ásamt Dj Svala. En 20 ára aldurstakmark er á dansleikinn.


Dagskrá Ormsteitis næstu daga má vinna á www.ormsteiti.is