Ormsteiti - Enn hægt að skrá sig til þátttöku

Ormsteiti Héraðshátíð hefst að venju um miðjan ágúst, nánar tiltekið þann 14.ágúst og  mun standa í tíu daga samfellt víðs vegar um Héraðið. Dagskráin er nú mótuð og er hægt að fylgjast með og fá allar upplýsingar um hana á www.ormsteiti.is 

Dagskráin verður nokkuð hefðbundin í ár.  Helstu breytingar eru að stærstu viðburðir hátíðarinnar hafa verið fluttir í Braggann við Sláturhúsið. Tjaldið mun hins vegar standa á planinu við Samkaup að vanda  en verður notað fyrir minni uppákomur, sölu og fleira.
Helstu viðburðir  munu hin svegar verða á sínum stað eins og  hverfahátíðin á Vilhjálmsvelli með Karnival stemmingu, Möðrudalsgleði, fjölskyldudagskrá í Atlavík, Skoppa og Skrítla og fl. Tónleikar verða í Mörkinni með Mannakorni, krakkadagur, fegurðarsamkeppni gæludýra og markaðsdagar.  Svo verður súpu- ,villibráðar- og brauðkeppni Ormsteitis sem var haldin í fyrsta skipti í fyrra og tókst vel, hreindýraveisla og fleira og fleira. 

Það verður spennandi að fylgjast með karnivalinu að kvöldi 14.ágúst á Vilhjálmsvelli. Allir íbúar Austurlands, gestir og gangandi eru hvattir til að taka daginn frá og eru velkomin á setningarhátíð Ormsteitisins. Það er óhætt að segja að það verði mikið um dýrðir. 

Enn er hægt að skrá sig til þátttöku í ýmsum viðburðum Ormsteitisins og fer skráning fram á www.ormsteiti.is.

Karnival skrúðganga
Það vantar t.d. enn fólk í skrúðgöngu undir stjórn Frú Normu. 12 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum.  Þá vantar vant stultufólk.
 
Ljósmyndasamkeppni Ormsteitis 2009
Myndsmiðjan framkallar gegn vægu gjaldi myndir frá írsk-austfirska karnivalinu frá í fyrra í stærðinni 13x 18. Myndirnar verða sýndar í Hlymsdölum föstudaginn 21.ágúst kl.13 – 17. Vegleg verðlaun í boði.
 
Súpu og brauðkeppni Ormsteitis
Keppnin verður haldin laugardaginn 22.ágúst.  Keppandi mætir með súpu og brauð ásamt uppskrift og gefur smakk. Vinsamlega sendið skráningu keppanda ásamt símanúmeri og netfangi.
 
Uppáhaldskjóllinn þinn,  mömmu, ömmu, langömmu eða frænku
Haldið fimmtudaginn 18.ágúst í Bragganum kl.13.00. Þú mætir með módel og kjól og síðan verða kjólarnir sýndir og saga þeirra sögð kl.16.00. Vinsamlega sendið skráningu  ásamt símanúmeri og netfangi.
 
Söngvarakeppni barna  - Söngvaborg Siggu Beinteins og Maríu Bjarkar
Laugardaginn 22.ágúst í Bragganum  verður söngvakeppni fyrir börn frá aldrinum 8 - 16 ára. Prufur og þjálfun hjá Siggu og Maríu frá kl. 11-13. Keppni  hefst kl. 14 - 15. Vegleg verðlaun. Vinsamlegast sendið skráningu ásamt símanúmeri og netfangi.
 
Blómaskeytingakeppni Ormsteitis og Blómavals
Haldið laugardaginn 22.ágúst.  Skreytingu úr náttúrulegum efnum er skilað inn kl. 13.00 í Braggann við Sláturhús. Sýning á skreytingum kl. 14 – 15.30. Verðlaunaafhending kl. 15.30 sem er 10 þúsund króna gafabréf í Blómaval/ Húsasmiðjunni.  Skráning þátttöku á www.ormsteiti.is