- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tuttugasta Ormsteitið, Inn til dala og upp til fjalla 10 daga bæjar- og héraðshátíð, er alveg að bresta á. Fjöldi uppákoma við allra hæfi verða.
Auglýst er eftir þátttakendum í leikina og fólk er beðið um að skrá sig til leiks hið allra fyrsta.
Þá eru íbúar minntir á að á laugardag verða veitt verðlaun fyrir 1) best skreytta hverfið, 2) best skreyttu götuna og 3) flottustu skreytingar á húsi. Dómarar verða á ferðinni eftir klukkan 23 á föstudag og leggja dóm á skreytingar.
Bleikir hafa staðið sig vel undanfarin ár svo nú þurfa hinir að hisja upp um sig sokkana!
Einnig er minnt á að karnevalsnefnd auglýsir eftir fólki til að aðstoða við einfaldan saumaskap í Sláturhúsinu.
Hægt er að skrá sig til leiks í hinum ýmsu viðburðum á vef Ormsteitis. Þar má m.a. skrá sig í brenniboltann sem verður 9. ágúst, búningakeppnina 10. ágúst, pönnukökukeppni 11. ágúst, fegurðarsamkeppni gæludýra 12. ágúst, söngvarakeppnina sem verður 17. ágúst og á markaðsdagana sem verða haldnir 9. 18. ágúst.
Fyrir þátttöku í hjólakeppnina Tour de Ormurinn skal skrá sig vef Austurfarar.
Skráning í Skógarhlaupið fer fram hjá Íslandsbanka í Miðvangi, Sprettssporlanga-keppnin á vef ÚÍA og í veiðikeppnina í Eiðavatni á staðnum.