Orkufyrirlestrar á netinu

Fimmtudaginn 24.mars var haldin ráðstefna á Hótel Héraði sem bar yfirskriftina Hrein íslensk orka - Möguleikar og tækifæri. Um 70 manns sóttu ráðstefnuna, sem haldin var í samstarfi Atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs og Þróunarfélags Austurlands. Góður rómur var gerður að fyrirlestrum og ákveðið var að mynda starfshóp til vinna áfram með niðurstöður ráðstefnunnar. Hér er hægt að nálgast fyrirlestrana sem verða settir inn á www.austur.is eftir því sem þeir berast.