Opnað í Stafdal á morgun 1. des.

Skíðasvæðið í Stafdal verður opnað á morgun 1. desember eftir gagngerar endurbætur.

Í sumar var unnið að því að bæta brekkurnar með jarðvegsflutningum, lækur var færður til og settar upp snjósöfnunargirðingar.

Um síðustu helgi voru barnalyftan og neðri lyftan gerðar klárar og því ekkert til fyrirstöðu að bregða sér á skíði á morgun.

Æfingar hefjast sunnudaginn 2. desember og má sjá æfingatíma og mótatöflur á vef skíðasvæðisins í Stafdal.