Fundur um byggingar- og mannvirkjamál

Samtök iðnaðarins boða til opins fundar klukkan 15 föstudaginn 25. nóvember á Hótel Héraði á Egilsstöðum.
Fjallað verður um byggingar- og mannvirkjamál, samskipti framkvæmdaaðila og embættismanna, byggingarreglugerð með nýjustu breytingum og kynningu á kostum þess að vera aðili að Samtökum iðnaðarins.
Kaffi og meðlæti verður í boði í byrjun fundar.

Dagskrá:
Árni Kristinsson, bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar, flytur stutt ávarp og stýrir jafnframt fundi.

Ásbjörn R. Jóhannesson, forstöðumaður rafiðnaðarsviðs SI, segir frá Samtökum iðnaðarins og hvaða þjónusta og aðstoð standi félagsmönnum til boða.

Friðrik Ág. Ólafsson, forstöðumaður byggingarsviðs SI, kynnir breytingar sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerð og ræðir samskipti við embættismenn.

Vífill Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Egilsstaða, kynnir hvað er framundan í skipulags- og byggingarmálum á Fljótsdalshéraði og samskiptamál við framkvæmdaaðila.

Fyrirspurnir og umræður.

Fyrirhuguð fundarlok eru klukkan 16.30.