Fimmtudaginn 23. janúar verða kjörnir fulltrúar og starfsfólk til viðtals í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), milli klukkan 12 og 18.
Frá klukkan 12 til 15 verða til viðtals þau Kristjana Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi og fulltrúi í umhverfis- og framkvæmdanefnd og Kjartan Róbertsson, yfirmaður Eignasjóðs.
Milli klukkan 15 og 18 verða til viðtals þau Gunnar Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri.
Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða, alltaf með heitt á könnunni.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.