Óperutónleikar í kvöld

Í kvöld, föstudaginn 16. febrúar kl. 20.00, stendur Tónlistarskólinn á Egilsstöðum fyrir tónleikum í Egilsstaðakirkju þar sem áhersla verður lögð á óperutónlist.

Flutt verða verk úr ýmsum óperum og verður flutningur að mestu í höndum nemenda, fyrrum nemenda og kennara skólans. Þá mun kór tónlistarskólans koma fram ásamt með kammerkór Egilsstaðakirkju og karlakórnum Drífandi. Aðgangur er ókeypis.