Ólöf Björk Bragadóttir, myndlistarmaður, er bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs. Þetta var tilkynnt á Ormsteiti síðastliðinn laugardag. Nafnbótinni fylgir styrkur að upphæð kr. 800.000. Ólöf Björk, sem oftast er kölluð Lóa, kennir listgreinar við Menntaskólann á Egilsstöðum.
Lóa hefur margoft sýnt verkin sín, bæði ein og sem þátttakandi í samsýningum. Um þessar mundir stendur yfir sýning hennar Flæði, í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum. Ár, vötn, höf og fljót eru uppspretta hugmynda að verkunum sem Ólöf Björk Bragadóttir sýnir í Sláturhúsinu.
Lóa, stundaði nám í myndlist í École Supérieure des Beaux Arts í Montpellier frá 1994-2000 og lauk þaðan Mastersgráðu. Hún hefur einnig stundað nám í kvikmyndagerð í Frakklandi og lauk kennaragráðu í kennslufræði myndlistar árið 2005 frá HA. Áður hafði hún lokið BA prófi í frönsku og fjölmiðlafræði frá HÍ. Hún hefur kennt listgreinar við ME frá því haustið 2000 en auk þess hefur hún starfað við fjölmiðlun og leiðsögn.
Lóa hefur haldið fjölmargar sýningar bæði hérlendis og erlendis og tekið þátt í nokkrum aljþóðelgum verkefnum tendgdum sjónlistum, svo sem í Vesterålen í N-Noregi og nú síðast í Buncrana, Donegal á Norður Írlandi. Hún hefur einnig haldið fjölda einkasýninga og samsýninga, svo sem á Egilsstöðum, í Fellabæ, á Skriðuklaustri, á Seyðisfirði en einnig í Reykjavík; hjá Íslenskri Grafík í Hafnarhúsinu, á Vetrahátíð í Reykjavík. Einnig hefur hún haldið nokkrar samsýningar og einkasýninar i Frakklandi, í Montpellier, Alès, París og víðar.
Hún er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna SÍM, í stjórn NK, félagi íslenskra myndlistarkennara, FÍMK og situr í stjórn sýningarnefndar Menningarmiðstöðvar Skaftfells á Seyðisfirði.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.