Ólöf Birna sýnir í Runavík

Ólöf Birna Blöndal, frá Egilsstöðum, heldur málverkasýningu á menningarvikunni í Runavík í Færeyjum dagana 19. – 26. október. Ólöf Birna sýnir þar bæði stór olíumálverk og smærri pastelmyndir. Á myndlistarsýningunni, sem haldin er í bókasafninu við Lökin, eru einnig sýndar myndir eftir myndlistarmennina Jörgin Olsen, Edith Mörköre og Hilmar Höjgaard. Ólöf tekur þátt í menningarvikunni sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs á grundvelli samnings um vinabæjatengsl sveitarfélaganna Runavíkur og Fljótsdalshéraðs.

Ólöf Birna stundaði nám við listadeild Stephens College, í Bandaríkjunum 1962-’63, hún lauk B.A. prófi í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands 1966 og lagði stund á módelteikningu, olíumálun og skúlptúr í Myndlistaskólanum í Reykjavík 1965 -´66, 1968 –‘71 og 1974 –’78. Þá hefur hún tekið þátt í vatnslitanámskeiðum og grafíknámskeiðum.

Einkasýningar:
2014 „Í grjótinu“. Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri
2014 „Strönd og steinar“. Salur Íslenskrar Grafíkur, Reykjavík
2002 Gallerí Sölva Helgasonar, Lónkoti, Skagafirði
2002 Hótel Hérað, Egilsstöðum
2001 „Fjöll og firnindi“. Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri
2000 Gallerí Reykjavík, Reykjavík
1995 &´96 Egilsstöðum
1993 Egilsstöðum
1992 Seyðisfirði
1987 Fellabæ

Helstu samsýningar:
2012 “Feðgar Mæðgin“ Sumarsýning, Sláturhúsinu á Egilsstöðum.
2005 Sumarsýning Skriðuklausturs “Snæfell”, Skriðuklaustri Fljótsdal.
2003 „Smákorn 2003“, Gallerí Fold, Reykjavík
1999 “Úr Djúpinu.” Haustsýning FÍM, Listasafni ASÍ.
1997 50 ára afmæli Egilsstaða. Afmælissýning.
1996 8 + 40 gera 48. Gallerí Fold, smámyndasýning. Reykjavík.
1992 Listsýning austfirskra kvenna v/ Vest norræns kvennaþings, Egilsstöðum.
1989 M–hátíð á Austurlandi, Fellaskóla, Fellabæ.
1985 Norðlenskar konur, Akureyri.
1985 Haustsýning FÍM, Kjarvalsstöðum, Reykjavík.
1980 100 ára afmæli M.A., Menntaskólanum á Akureyri.
1978 Fimm listamenn í Gallerí SÚM, Reykjavík.

Ólöf Birna er meðlimur í FÍM - Félagi íslenskra myndlistarmanna, SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Myndlistarfélagi Fljótdalshéraðs.