Öldungamót Blaksambands Íslands

Þann 31. apríl til 2. maí 2009 verður haldið öldungamót blaksambands Íslands á Egilsstöðum og Seyðisfirði.  Það eru blakdeild Hattar og blakdeild Hugins sem sjá um framkvæmd mótsins. Fljótsdalshérað mun taka þátt í framkvæmd mótsins og leggja sig fram um að gera mikið úr þessum stóra viðburði. Um er að ræða gríðarlega fjölmennt mót sem blakarar allstaðar að af landinu stefna á. Blakíþróttinni hefur vaxið fiskur um hrygg á Egilsstöðum síðustu misseri og taka til að mynda þátt í 2 og 3 deild kvenna með sitthvort liðið. Strandblakvöllur var svo settur upp í Bjarnadal í haust og verður hann án efa mikið nýttur næsta sumar.  Öldungamótið í vor mun án efa hafa hvetjandi áhrif á iðkun á þessari skemmtilegu íþróttar á Fljótsdalshéraði.