- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Egilsstaðabúinn Ólafur Bragi Jónsson varð heimsmeistari í torfæruakstri um síðustu helgi en keppnin fór fram í Noregi. Í viðtali við Austurfrétt segir hann árangurinn hvað mest aðstoðarmönnunum að þakka, sigurinn hafi ekki alltaf verið vís. Hann hafi verið níundi eftir fyrstu þrjár þrautirnar en getað keyrt sig upp og verið annar eftir átta þrautir. Eftir þriðju þraut náði hann forystu og hélt henni. Keppnin ber heitið NEZ Championship. Hún var haldin í Skien suður af Ósló.
Ólafur Bragi hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari í torfæruakstri í flokki sérútbúinna bíla.
Menningar- og íþróttanefnd óskar Ólafi Braga Jónssyni til hamingju með heimsmeistaratitilinn í torfærukeppni sem hann ávann sér í Noregi síðastiðinn sunnudag. Í tilefni af þessum titli veitir menningar- og íþróttanefnd Ólafi Braga kr. 50.000 sem viðurkenningarvott.