Ófærð hamlar skólahaldi

Ljóst er að mikil ófærð mun hamla öllu skólahaldi á Fljótsdalshéraði í dag. Foreldrar eru beðnir um að fara ekki af stað með börn sín í skóla fyrr en frekari upplýsingar berast frá skólunum. Í tilkynningu frá Fellaskóla kemur fram að enginn skólaakstur verði allavega ekki fram eftir morgni. Að höfðu samráði við fræðslufulltrúa var ákveðið að ekkert formlegt skólahald verði í Fellaskóla í dag, bæði vegna ófærðar og veikinda. Jafnvel þó einhver mæti verðu ekki haldið upp kennslu aðeins haft ofan af fyrir þeim sem kynnu að mæta.

Skólahald hófst í Egilsstaðaskóla klukkan 9 fyrir þá sem komast en foreldrar eru beðnir um að meta sjálfir hvort þeir senda börnin í skólann.

Skólahald í Brúarási fellur niður í dag, þriðjudaginn 24. febrúar, vegna ófærðar.

Myndin sýnir hvernig var umhorfs við Fellaskóla um sjöleytið í morgun. Myndin er tekin af Facebookvef Fellaskóla.