Ljóst er að mikil ófærð mun hamla öllu skólahaldi á Fljótsdalshéraði í dag. Foreldrar eru beðnir um að fara ekki af stað með börn sín í skóla fyrr en frekari upplýsingar berast frá skólunum. Í tilkynningu frá Fellaskóla kemur fram að enginn skólaakstur verði allavega ekki fram eftir morgni. Að höfðu samráði við fræðslufulltrúa var ákveðið að ekkert formlegt skólahald verði í Fellaskóla í dag, bæði vegna ófærðar og veikinda. Jafnvel þó einhver mæti verðu ekki haldið upp kennslu aðeins haft ofan af fyrir þeim sem kynnu að mæta.
Skólahald hófst í Egilsstaðaskóla klukkan 9 fyrir þá sem komast en foreldrar eru beðnir um að meta sjálfir hvort þeir senda börnin í skólann.
Skólahald í Brúarási fellur niður í dag, þriðjudaginn 24. febrúar, vegna ófærðar.
Myndin sýnir hvernig var umhorfs við Fellaskóla um sjöleytið í morgun. Myndin er tekin af Facebookvef Fellaskóla.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.