Nýtt vatnsból fyrir kalda vatnið í bígerð

Fyrir nokkru lauk lauk tilraunaborunum upp á Fagradal sem leiddu til þess að þar fannst mikið af afar góðu neysluvatni. En gæði neysluvatns í þéttbýli sveitarfélagsins, sérstaklega í Fellabæ, hafa ekki verið í nógu góðu lagi. Hitaveita Egilsstaða og Fella, sem jafnframt fer með neysluvatnsmálin, vinnur nú að undirbúningi framkvæmda sem gert er ráð er fyrir að hefjist síðla sumars.
 
Þann 5. júní auglýsti Hitaveita Egilsstaða og Fella eftir tilboðum í lagningu aðveituæðar og rafstrengja frá Selbrekku á Egilsstöðum, upp með veginum um Fagradal að Kölduvísl og þaðan niður á virkjanasvæðið, sem er alls 7,4 km leið. Í auglýsingu um verkið kom fram að helstu magntölur eru:
- gröftur og fylling í lagnaskurði 7400m
- losun á klöpp 600 m3
- lagning vatnslagna PEH 225 mm 7400 m
- lagning ídráttarröra PEH 40 mm 7400 m
- lagning háspennustrengs 7400 m
- lagning stýrisstrengs 7400 m

Útboðsgögn vegna verkefnisins eru afhent á skrifstofu Hitaveitu Egilsstaða og Fella við Einhleyping 1 í Fellabæ, en tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 19. júní 2009, kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Gert er ráð fyrir að nýtt vatn verði farið að renna um krana íbúa Egilsstaða og Fellabæjar í desember á þessu ári. Um leið verða eldri borholur teknar úr notkun, þó svo þeim verði haldið „vakandi“ í einhvern tíma í öryggisskyni.