Nýtt sveitarfélag, ný kennitala

Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi og staðfest hefur verið af sveitarstjórnarráðuneytinu, er orðið til nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélögin sem standa að þeirri sameiningu eru: Borgarfjarðarhreppur kt. 480169-6549, Djúpavogshreppur kt. 570992-2799, Fljótdalshérað k.t. 481004-3220 og Seyðisfjarðarkaupsstaður kt. 560269-4559.

Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitöluna 660220-1350 sem formlega varð til um mánaðarmótin sept/okt 2020. Þannig að allir reikningar eða kröfur frá og með 01.10.2020 sem tilheyra þeim mánuði skulu stofnaðir á þá kennitölu. Endanlegt nafn hins nýja sveitarfélags verður ákveðið á fundi bæjarstjórnar núna í byrjun október.

Reikningar fyrir vöru eða þjónustu veitta í janúar til og með september 2020 skulu færast á viðkomandi sveitarfélög. (fráfarandi sveitarfélög).


Ath. Hafnarsjóður verður á núverandi kennitölu Hafnarsjóðs Seyðisfjarðarkaupstaðar sem er 560269-4049 og skulu allir reikningar vegna hafna á Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra færast á þá kennitölu.