Með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi og staðfest hefur verið af sveitarstjórnarráðuneytinu, er orðið til nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélögin sem standa að þeirri sameiningu eru: Borgarfjarðarhreppur kt. 480169-6549, Djúpavogshreppur kt. 570992-2799, Fljótdalshérað k.t. 481004-3220 og Seyðisfjarðarkaupsstaður kt. 560269-4559.
Hið nýja sveitarfélag hefur fengið kennitöluna 660220-1350 sem formlega varð til um mánaðarmótin sept/okt 2020. Þannig að allir reikningar eða kröfur frá og með 01.10.2020 sem tilheyra þeim mánuði skulu stofnaðir á þá kennitölu. Endanlegt nafn hins nýja sveitarfélags verður ákveðið á fundi bæjarstjórnar núna í byrjun október.
Reikningar fyrir vöru eða þjónustu veitta í janúar til og með september 2020 skulu færast á viðkomandi sveitarfélög. (fráfarandi sveitarfélög).
Ath. Hafnarsjóður verður á núverandi kennitölu Hafnarsjóðs Seyðisfjarðarkaupstaðar sem er 560269-4049 og skulu allir reikningar vegna hafna á Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystra færast á þá kennitölu.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.