Undanfarna mánuði hefur Minjasafn Austurlands unnið að gerð nýs námsefnis fyrir grunnskóla. Efnið er hugsað sem stuðningur við skólaheimsóknir á safnið.
Minjasafnið hlaut styrk úr Safnasjóði árið 2015 til að efla safnfræðslu sína en í því fólst meðal annars að láta vinna námsefni fyrir safnið. Efnið er unnið í samstarfi við Unni Maríu Sólmundsdóttur, kennara og námsefnishöfund sem á og rekur gagnabankann Kennarinn.is. Efnið er hugsað sem stuðningur við heimsóknir á safnið og verkefnin er bæði hægt að vinna á safninu sjálfu eða heima í skólastofunni. Einnig er lagt upp með að þeir kennarar sem ekki eiga þess kost að koma með nemendur sína á safnið geti nýtt efnið við kennslu.
Námsefnið er byggt upp þannig að einn námsefnispakki er eyrnamerktur hverjum bekk grunnskólans. Mismunandi umfjöllunarefni eru fyrir hvern árgang en öll tengjast þau á einhvern hátt sýningum og safnkosti Minjasafnsins eða sögu Austurlands. Pakkarnir eru sniðnir að þörfum hvers aldurshóps en þó þeir séu séu merktir ákveðnum bekkjum er ekkert því til fyrirstöðu að kennarar noti efnið í öðrum árgöngum.
Nú eru þrír námsefnispakkar tilbúnir. Þar er um að ræða pakka um þorrann sem ætlaður er 1. bekk, efni sem tengist sýningunni Hreindýrin á Austurlandi sem ætlaður er 3. bekk og efni um Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnara frá Eyvindará sem merktur er 4. bekk. Fleiri pakkar eru í vinnslu og munu þeir allir verða aðgengilegir á sama stað þegar fram líða stundir. Nánari upplýsingar um hvernig nálgast má efnið er að finna hér.
Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, segist viss um að námsefnið styrki safnfræðslu Minjasafnsins: „Eitt af mörgum hlutverkum safna er að fræða og miðla menningararfinum. Námsefnið er hugsað til að koma betur til móts við einn mikilvægasta markhóp safna, þ.e. yngstu kynslóðina. Við vonumst til að kennarar sjái sér hag í að nýta efnið og að með þessu muni nemendur alast upp sem virkir neytendur þess sem í boði er á söfnum.“
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.