Á fundi í Gistihúsinu á Egilsstöðum í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Fljótsdalshéraðs og ríkisins um að byggja 40 rýma hjúkrunarheimili á Egilsstöðum. Þetta er framkvæmd upp á rúman einn milljarð króna sem gert er ráð fyrir að skapi nokkur umsvif á framkvæmdartímanum auk þess að bæta þjónustu við aldraða frá því sem nú er (18 hjúkrunarrými í dag) og fjölga umönnunar- og þjónustustörfum í sveitarfélaginu.
Gert er ráð fyrir að sjö hönnunarteymi sem taka þátt í samkeppni um hönnun heimilisins skili af sér tillögum 20. maí 2012 og er horft til þess að val á hönnuði geti legið fyrir um miðjan júní. Stefnt er að því að bjóða verkið út fyrir lok árs og gangi áætlanir eftir á að vera hægt að hefja framkvæmdir í byrjun árs 2013 og ljúka þeim og taka heimilið í notkun seinni hluta árs 2014.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.