- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Daníel Arason hefur sagt stöðu sinni sem skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum lausri í lok þessa skólaárs. Skólastjórastaðan var auglýst og bárust fjórar umsóknir um stöðuna. Tekin voru viðtöl við alla umsækjendur og eftir viðtöl og yfirferð á gögnum frá umsækjendum hefur verið ákveðið að ganga til samninga við Sóleyju Þrastardóttur.
Sóley sem er búsett í Bandaríkjunum með fjölskyldu sinni, er uppalin á Héraði. Hún stundaði nám í þverflautuleik við Tónlistarskólann á Egilsstöðum á skólaárunum hér, en síðan lá leið hennar í Listaháskólann og áfram í frekara háskólanám í Bandaríkjunum.
Sóley hefur starfað við tónlistarkennslu bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Við bjóðum Sóleyju velkomna heim og velkomna til starfa við tónlistarskólann á nýju skólaári. Um leið þökkum við Daníel vel unnin störf á undanförnum árum og óskum honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni.