Nýr skólastjóri Tjarnarskógar ráðinn


Guðný Anna Þóreyjardóttir sem gegnt hefur starfi skólastjóra leikskólans Tjarnarskógar síðastliðið hálft annað ár hverfur til annarra starfa um áramótin.

Átta umsóknir bárust þegar starf leikskólastjóra var auglýst laust til umsóknar og ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Sigríði Herdísi Pálsdóttur um að gegna starfinu þegar Guðný Anna lætur af störfum.

Sigríður Herdís á að baki 15 ára starfsferil sem leikskólastjóri á Grundarfirði en hún fluttist með fjölskyldu sinni í Fjarðabyggð árið 2008. Hún hefur gengt starfi forstöðumanns Skólasels Grunnskóla Reyðarfjarðar og starfað sem verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum og sem móttökufulltrúi nýrra íbúa í Fjarðabyggð auk þess að gegna öðrum verkefnum í Fjarðabyggð frá því hún fluttist þangað. Sigríður Herdís er boðin velkomin til starfa á Fljótsdalshéraði.

Eftirtaldir lögðu inn umsókn um stöðu skólastjóra við leikskólann Tjarnarskóg (í stafrófsröð):
Agnieszka Lala-Durczok
Hanna Málmfríður Harðardóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Jóhanna Birna Sigbjörnsdóttir
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir
Marta Wium Hermannsdóttir
Sigríður Herdís Pálsdóttir
Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir