Biskup Íslands hefur skipað Sigríði Rún Tryggvadóttur guðfræðing í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi frá 1. ágúst 2013. Umsóknarfrestur rann út 26. júní og voru sjö umsækjendur um embættið. Tíu manna valnefnd prestakallsins mælti með því að Sigríður Rún væri skipuð í embættið.
Sigríður Rún er fædd í Reykjavík 1975. Hún lauk cand.theol. prófi frá guðfræðideild HÍ 2003 og hefur undanfarin ár sinnt ýmsum störfum á sviði barna- og æskulýðsmála. Hún var æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju 2004-2009, verkefnastjóri Lífsleikni Þjóðkirkjunnar 2009-2011 og æskulýðsfulltrúi í Árbæjarkirkju 2009-2011.
Þá var hún skólastjóri Farskóla leiðtogaefna á höfuðborgarsvæðinu 2011-2013.
Frá árinu 2011 hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar.
Frétt og mynd er tekin af vefnum kirkjan.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.