Um miðjan apríl samþykkti stjórn Ormsteitis að ráða Guðrúnu Lilju Magnúsdóttur, menningarstjórnanda, sem framkvæmdastjóra Ormsteitis Héraðshátíðar. En Guðríður Guðmundsdóttir, sem gengt hefur starfinu undanfarin ár, sagði því lausu um síðustu áramót.
Guðrún Lilja hefur starfað við ýmis menningartengd störf í leikhúsum og við kvikmyndagerð um árabil, þar sem hún hefur meðal annars gegnt störfum á borð við sýningar og sviðsstjórn í Borgarleikhúsinu og unnið sem framleiðslustjóri (Production Manager) við gerð kvikmynda.
Guðrún Lilja er menntaður Evrópufræðingur (MA í Evrópufræðum frá HÍ) og á lokaverkefni sitt eftir af námi í Menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Guðrún starfar nú fyrir Pegasus í tökum sem fram fara á Reyðarfirði í verkefninu Fortitude.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.