Nýr félagsmálastjóri

Í síðustu viku tók Guðrún Frímannsdóttir við starfi félagsmálastjóra fyrir Fljótsdalshérað. Um sama leyti lét Kristín Þyri Þorsteinsdóttir af starfi félagsmálastjóra sem hún hefur gegnt undan farin ár.

Guðrún er félagsráðgjafi með víðtæka reynslu af störfum í félagsþjónustu bæði hér á landi og í Noregi. Hún var m.a. framkvæmdastjóri barnaverndar Reykjavíkur um fimm ára skeið og starfaði sem deildarstjóri hjá félagsþjónustu Akureyrar í fimm ár. Auk þess hefur hún starfað sem fréttamaður hjá ríkisútvarpinu. Hún hefur einnig tekið að sér ýmis verkefni fyrir sveitarfélög sem tengjast félagsþjónustu og barnavernd og haldið námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélaga.