Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Óðinn Gunnar Óðinsson varðandi starf atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Óðinn Gunnar er mannfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af þeim málaflokkum er undir sviðið heyra bæði á vettvangi sveitarfélaga og stoðstofnana atvinnulífs og sveitarfélaga á Austurlandi.
Óðinn Gunnar starfar sem verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra hjá Reykjavíkurborg en kemur til starfa hjá Fljótsdalshéraði í byrjun janúar 2012.
Um leið og Óðinn Gunnar er boðinn velkominn til starfa er forvera hans í starfi, Þórarni Agli Sveinssyni, þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.