Nýr atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa ráðinn

Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Óðinn Gunnar Óðinsson varðandi starf atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs.

Óðinn Gunnar er mannfræðingur að mennt og hefur víðtæka reynslu af þeim málaflokkum er undir sviðið heyra bæði á vettvangi sveitarfélaga og stoðstofnana atvinnulífs og sveitarfélaga á Austurlandi.

Óðinn Gunnar starfar sem verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjóra hjá Reykjavíkurborg en kemur til starfa hjá Fljótsdalshéraði í byrjun janúar 2012.

Um leið og Óðinn Gunnar er boðinn velkominn til starfa er forvera hans í starfi, Þórarni Agli Sveinssyni, þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Egilsstöðum 16. desember 2011.
Björn Ingimarsson
bæjarstjóri